Skannaðu kóðann með farsímanum þínum
NÁÐU Í
Start Your Impossible
Activation Appið

Vertu með kollegum þínum í Start Your Impossible Activation og kepptu að því að fá að fara á Ólympíumót fatlaðra í París 2024

FAQ

Hverjir mega taka þátt?

Start Your Impossible Activation er opin öllum fastráðnum starfsmönnum Toyota á Íslandi og viðurkenndra söluaðila Toyota á Íslandi.

Þú færð nánari upplýsingar hjá SYI Activation umsjónarmanni þíns lands.  Þeir starfsmenn sem valdir verða til að fara á Ólympíumót fatlaðra í París 2024 þurfa að vera starfsmenn Toyota á þeim tímapunkti sem leikarnir fara fram.  Þátttaka í SYI Activation krefst notkunar snjallsíma.

Hvernig verða starfsmennirnir sem fara á Ólympíumót fatlaðra í París 2024 valdir?

Hluti af þeim starfsmönnum sem fara á Ólympíumót fatlaðra í París 2024 vinna sér sjálfir inn þátttökurétt með frammistöðu sinni í mismunandi áskorunum (út frá sínum vinnustað eða heildinni).

Einhverjir verða dregnir út úr þátttakendalistanum - en frumskilyrði er að hafa lokið ákveðnu lágmarki í áskorunum (13 þúsund stig, 2 hugarfarsáskorunum, 2 sjálfboðaliðaáskorunum).  Þetta gerir fleirum kleift að keppa að verðlaunum þótt viðkomandi komi inn í SYI Activation á seinni stigum.

Hvernig nær maður sér í stig?

Starfsmenn vinna sér inn stig með þátttöku í áskorunum og með því að ljúka þeim.  Fyrir hvern viðburð sem skráður er í appið sem hluti af áskoruninni vinnur starfsmaður sér inn stig í hlutfalli við lengd viðkomandi viðburðar.  Starfsmaður fær bónus-stig fyrir það ljúka áskorunum (nema í tilviki íþróttaáskoranna) samkvæmt því sem fram kemur hér að neðan:


Spurningar/könnun = 300 stig


Hugarfarsbreyting = 1000 stig


Sjálfboðaliðsvinna = 1000 stig

Hvernig er sigurvegari í hverri áskorun ákvarðaður?

Fyrir hverja áskorun í SYI Activation verður einn eða fleiri sigurvegari tilgreindur.  Annað hvort fer slíkt eftir árangri viðkomandi í áskoruninni (þar sem slíkt er hægt að mæla) eða í gegnum útdrátt hjá umsjónarmanni SYI Activation við lok áskorunar.

Hver eru verðlaunin fyrir hverja áskorun?

Verðlaunum verður úthlutað til sigurvegara hverrar áskorunar og eru þau mismunandi eftir því um hvaða áskorun er að ræða!

Þarft á hjálp að halda?

Hafðu samband við  Start Your Impossible Activation tengilið þinn með tölvupósti - SYI-askorun@toyota.is
©2017-2022 Toyota Motor Corporation. Öll réttindi áskilin.